Ársþing USAH 2003

 

Ársþing USAH 2003 – 86. ársþing USAH

Haldið í Félagsheimilinu á Blönudósi  þann 30. mars 2003 kl. 13.00

 

1. Þingsetning
Formaður USAH, Björgvin Þór Þórhallsson setti þingið og bað þingfulltrúa og gesti velkomna.

2. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
Í kjörbréfanefnd voru skipuð Þóroddur Þorsteinsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Harpa
Eggertsdóttir og tóku þau þegar til starfa.

3. – 4. Kosning þingforseta og þingritara.
Björgvin fór fram á að fá að stýra þingi sjálfur. Hörður Ríkharðsson var skipaður annar þingforseti. Fundarritari var skipaður Friðgeir Jónasson

5. Ávörp gesta.
Fyrst tók til máls Ásdís Helga frá UMFÍ. Hún sagði frá Landsmótinu sem verður haldið á Sauðárkróki og Unglingalandsmótinu sem verður haldið á þessu ári. Þá sagði hún frá fræðslumálum UMFÍ, ráðningu kynningarfulltrúa, minningarsjóði Pálma Gíslasonar. Að lokum sagði hún frá því að UMFÍ vildi hvetja til þess að Sunnudagar væru fjölskyldudagar.
Næst tók til máls Viðar Sigurjónsson, starfsmaður skrifstofu ÍSÍ á Akureyri. Hann kynnti starfsemi skrifstofunnar og ÍSÍ og sagði frá þeim námskeiðum sem ÍSÍ býður upp á. Hann minntist einnig á möppuna “Fyrirmyndarfélag ÍSÍ”.

6. Álit kjörbréfanefndar.
Þóroddur Þorsteinsson gerði grein fyrir áliti kjörbréfanefndar.

Félag
Félagafjöldi
Fulltrúafjöldi
Mættir
Golfkl. Ós
30
2
1
Golfkl. Skagastr.
24
2
1
Hestamannaf. Neisti
124
5
5
UMFB
97
4
4
Fram
152
6
0
Geislar
120
5
5
Hvöt
242
7
7
Vorboðinn
83
4
3

Eftirfarandi fulltrúar voru mættir á þingið:

Golfklúbburinn Ós: Steini Kristjánsson.

Golfklúbbur Skagastrandar: Dagný Marín Sigmarsdóttir.

Hestamannafélagið Neisti: Hjörtur Karl Einarsson, Hörður Ríkharðsson, Valur Valsson, Svavar Örn Hreiðarsson, Ingunn María Björnsdóttir.

Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhr: Birkir H. Freysson, Guðmundur H. Sigurðarson, Sigríður Þorleifsdóttir, Friðgeir Jónasson.

Ungmennafélagið Fram:

Ungmennafélagið Geislar: Þórunn Ragnarsdóttir, Haukur Geir Valson, Jóhanna Stella Jóhannsdóttir, Harpa Eggertsdóttir, Þóroddur Þorsteinsson.

Ungmennafélagið Hvöt: Þórhalla Guðbjartsdóttir, Eva Hrund Pétursdóttir, Guðbjartur Guðmundsson, Vilhjálmur Karl Stefánsson, Björn Albertsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Björgvin Þór Þórhallsson.

Ungmennafélagið Vorboðinn: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Valdimar Guðmannsson, Signý Gunnlaugsdóttir.

7. Lögð fram skýrsla stjórnar.
Björgvin flutti skýrslu stjórnar og rakti það helsta sem borið hafði við á liðnu starfsári.

8. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
Ragnhildur Ragnarsdóttir gerði grein fyrir reikningum USAH og vísast til prentaðs árssreiknings.

9. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir bar fram fyrirspurn til Björgvins varðandi birtingarform á ársskýrslum félaganna. Hún saknaði þess að þær væru ekki prentaðar fyrir þinggesti og sagði ekki væri nóg að birta þær á heimasíðu USAH.
Hörður Ríkharðsson bar fram fyrirspurn varðandi úthlutun á lottótekjum og taldi Neista og golfklúbbana ekki sitja við sama borð og hin aðildarfélögin. Talsverðar umræður spunnust út frá þessu og var rætt um að skipa þyrfti nefnd til að fara yfir þessi mál fyrir næsta þing.
Gagnrýni kom fram á að reikningar USAH eru ekki undirritaðir af stjórn og kjörnum skoðunarmönnum reikninga. Miklar umræður urðu en að lokum voru reikningarnir samþykktir samhljóða með fyrirvara um undirskrift stjórnar og áritun skoðunarmanna. Skýrsla stjórnar var einnig samþykkt samhljóða.


10. Kosning þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir.

Allsherjarnefnd
Fjárhagsnefnd
Kjörnefnd
Íþróttanefnd
Björn AlbertssonValdimar Guðmannss.
Þórhalla Guðbjartsd.
Eva Hrund Pétursd.
Guðbjartur Guðmunds.Guðmundur H. Sig.
Þórunn Ragnarsd.
Haukur Geir Valsson
Signý Gunnlaugsd.Harpa Eggertssd.
Birkir H. Freysson
Valur Valsson
Jóhanna S. Jóhannsd.Hörður Ríkharðsson
Hjörtur K. Einarsson
Svavar Hreiðarsson
Ingunn M. Björnsd.Ragnhildur Ragnarsd.
Steini Kristjánsson
 
 
 
Dagný M. Sigmarsd.
 
 
 
Björgvin Þórhallsson
 
 
 
Aðalbjörg Valdimarsd.
 

Til allsherjarnefndar var vísað tillögu stjórnar um lagabreytingar.
Til fjárhagsnefndar var vísað drögum stjórnar að fjárhagsáætlun og tillögu stjórnar um hækkun árgjalds.
Fyrir kjörnefnd lá að finna fólk til starfa í stjórnum og nefndum.
Fyrir íþróttanefnd lá að gera tillögu að mótaskrá sumarsins.

11. Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu.

Íþróttanefnd:
Eva Hrund Pétursdóttir gerði grein fyrir áliti íþróttanefndar og kom eftirfarandi tillaga að mótaskrá USAH frá nefndinni:

Héraðsmót 8. 9. júlí
Barnamót 23. júlí
Minningarmót Þ.A. 14. ágúst

Samþykkt samhljóða.

Fjárhagsnefnd:
Hörður Ríkharðsson gerði grein fyrir áliti nefndarinnar. Nefndinn lagði fram tillögu um hækkun árgjalds:
86. ársþing USAH samþykkir að árgjald aðildarfélaganna til USAH verði 300 kr. á hvern félaga.
Samþykkt samhljóða

Nefndin lagði einnig fram endurskoðaða fjárhagsáætlun sem stjórn USAH hafði lagt fram. Þar er gert ráð fyrir tekjum kr. 3.446.000 og gjöldum kr. 3.255.000.
Samþykkt samhljóða

Allsherjarnefnd:
Ingunn María Pétursdóttir gerði grein fyrir áliti allsherjarnefndar. Nefndin lagði til eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:
Í 5. grein breytast reglur um fulltrúafjölda aðildarfélagana á ársþing og breytist sá hluti greinarinnar á þessa leið:
Félögin kjósa 2 fulltrúa fyrir fyrstu 75 félaga eða færri,
    3 fyrir 76-125
    4 fyrir 126-175
    5 fyrir 176-225
    6 fyrir 226 og fleiri
Í 6. og 7. grein skal standa skoðunarmenn reikninga í stað endurskoðendur.
9. grein hljóði svo (breytingar skáletraðar):
Störf ársþings eru þessi

1. Þingsetning.
2. Skipan þriggja manna kjörnefndar.
3. Kosning fyrsta þingforseta sem tekur þegar til starfa.
4. Kosning annars þingforseta og fyrsta og annars þingritara.
5. Álit kjörbréfanefndar.
6. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar.
7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
8. Ávörp gesta.
9. Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir.
10. Tillögurog nefndarálit tekin til afgreiðslu.
11. Önnur mál.
12. Kosningar, álit kjörnefndar.

a. Kosið i stjórn og varastjórn.
b. Kosinn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára og varamaður hans.
c. Kosið í fastanefndir.
d. Kosinn fulltrúi á Íþróttaþing ÍSÍ.
e. Kosið í ritnefnd Húnavöku skv. 14. gr.

13. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.
14. Þingslit.

Samþykkt án mótatkvæða.

Kjörnefnd: Sjá 13. lið.

12. Önnur mál.
Hörður Ríkharðsson minnti á að skipa þyrfti nefnd til að endurskoða úthlutunarreglur Lóttósins.
Þó runn Ragnarsdóttir tók til máls og vakti athygli á því að greiða þyrfti lottópeningana til félaganna fyrr. Einnig lagði hún til að íþróttamenn ársins fengju bikar til eignar ásamt farandbikarnum til varðveislu.
Hjörtur K. Einarsson ræddi um lottóúthlutunareglur í tengslum við fulltrúafjölda á ársþing og sagði að annaðhvort bæri að fara eftir þeim reglum eða fella úr gildi.Rætt var frekar um endurskoðun á úthlutunarreglum lottósins. Stjórn USAH var falið að skipa starfshóp til verksins.

13. Kosningar.
Þórhalla Guðbjartsdóttir gerði grein fyrir áliti kjörnefndar.
Frjálsíþróttanefnd:
Þórunn Ragnarsdóttir, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Þórhalla Guðbjartsdóttir.
Landsmótsnefnd:
Valur Magnússon, Birkir Freysson og Katrín Líndal.
Varamaður: Guðrún Pétursdóttir.
Fulltrúi á þing ÍSÍ:
Formaður USAH.
Ritnefnd Húnavöku:
Jóhann Guðmundsson, Páll Ingþór Kristinsson,
Stefán Á. Jónsson, Ingibergur Guðmundsson og
G. Unnar Agnarsson.
Skoðunarmaður reikninga:
Óbreytt.
(Athugasemd ritara:
Ólöf Pálmadóttir og Björn Magnússon voru kosin til tveggja ára árið 2001).
Stjórn USAH:
Ekki hafði tekist að finna fólk til starfa í stjórn og lagði
kjörnefnd til að framhaldsþing yrði haldið þriðjudaginn
22. apríl til að ganga frá skipan í stjórn. Var formönnum
aðildarfélaganna falið að vinna í málinu.

14. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.
Ritara var veittur frestur til að ganga frá fundargerð.

15. Þingslit.
Björgvin Þór Þórhallsson þakkaði fundarmönnum fyrir og sleit þingi.