Ársþing USAH 2007
- ÞING USAH
Haldið í fundarsal Samstöðu, Blönduósi
Þann 31. mars 2007.
- Þingsetning.
Auðunn Steinn Sigurðsson setti þing, og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna.
2. Kosning þriggja manna kjörnefndar.
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Þórhalla Guðbjartsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir, var það samþykkt samhljóða, og tóku þær til starfa.
3-4. Kosning þingforseta og ritara. Tillaga um Auðunn St.Sigurðsson sem fyrsta
þingforseta, Þórunni Ragnarsdóttur sem annan. Tillaga um Stefaníu
Garðarsdóttur sem ritar og Jófríði Jónsdóttur til vara, var þetta hvorutveggja
samþykkt.
6-7 Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar
Þórunn Ragnarsdóttir flutti skýrslu stjórnar í fjarveru formanns Vals Magnússonar. Starfsemi USAH var með líku sniði og undanfarin ár.
USAH réði Guðmund Þór Elíasson sem fankvæmdastjóra og þjálfara í sumar.
Héraðsmót var haldið í byrjun júlí og var það vel sótt af aðldarfélögunum.
Um verslunarmannahelgina var haldið á Unglingalandsmótið á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu í frábæru veðri. Í ágúst var síðan haldinn hinn árlegi þristur á Sauðárkróki. Í nóvember var byrjað með frjálsíþróttaæfingar og eru þær haldnar einu sinni í viku í Íþróttahúsinu á Blönduósi. USAH lét endurbæta heimasíðu sína og á árinu var íbúð USAH að Þverbraut 1 seld.
Auðunn Steinn gerði grein fyrir reikningum USAH fyrir starfsárið 2006.
Hagnaður ársins af rekstri er kr: 676.051.- Sjá reikning í árskýrslu 2006.
Auðunn bar upp skýrslu sjórnar og var hún samþykkt samhljóða. Því næst bar
Auðunn upp reikninga sambandsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
- Álit kjörbréfa nefndar
Félag Fulltrúafjöldi Mættir
Golfklúbburinn Ós 2 0
Golfkl. Skagastr. 2 0
Hestamannaf. Neisti 4 2
Hestam.f.Snarfari 1 0
UMFB 2 1
Fram 5 2
Geislar 4 4
Hvöt 5 5
Vorboðinn 2 2
Markviss 2 0
Ekki voru athugasemdir við alit kjörbréfanefndar og mættir fulltúar því rétt
kjörnir.
- Ávörp gesta.
Björn B. Jónsson frá UMFÍ tók til máls, bar kveðjur frá landsmótsnefnd, byrjaði hann á að þakka fyrir góða skýrslu.
Sagði frá væntanlegu unglingalandsmóti sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmanna helgina. Sagði frá því að út verður gefið frímerki 20. apríl um UMFÍ. Í sumar verður tekin skóflustunga að nýju alhliða þjónustu húsi sem verður Tryggvagötu 14. Hugmyndin að vera miðsvæðis kemur frá Danmörk, sem þar hefur gefist vel. Í húsinu verður boðið uppá ódýra og góða gistingu fyrir félög af landsbyggðinni þar verða aðalstöðvar UMFÍ og aðstaða fyrir uppákomur t.d. leiksýningar o.fl. Gefin verður út 100 ára afmælisbók. Sögusýning verður haldin í tengslum við Landsmótið í Kópavogi í sumar.
Talaði um verkefnið Flott án fíknar, sem er að reynast vel.
Kynnti glærur vegna væntanlegs Landsmóts UMFÍ sem haldið verður í Kópavogi 5-8 júlí, þar sem um leið er verið að halda uppá 100 ára hreyfingarinnar.
Næstur tók til máls Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ en hann er formaður fræðslusviðs.
Vitnaði m.a. í skýrslu sem Þórdís Gísladóttir gerði Rannsókn um hagnýtt gildi íþróttastarfs í nútímasamfélagi þar kemur m.a. fram að hver króna sem sett er í íþróttahreyfinguna skilar sér. Kynnti námskeið sem stjórnendaþróun sagði einnig frá þjálfaranámskeiðum sem hægt era að fá heim í hérað ef næg þáttaka fæst. Að lokum gaf hann Grunnskólanum Blönduósi disk með námsefni fyrir þjálfara. Einnig hvatti hann USAH til að sækja um að gerast fyrirmyndarfélag.
Auðunn þakkaði gestum erindin.
- Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir.
Fjárhagsnefnd Uppstillingarn. Íþróttanefnd Allsherjarnefnd.
Ingunn M.Björns Þórunn Ragnarsd Angela Berthold Vilhjálmur Stef.
Guðrún Sigurjónsd.Þórhalla Guðbjartsd Eva Pétursdóttir Róbert Gunnarss.
Kári Kárason Sigríður Þorleifsd Sigmar Valberg
Halldór G. Ólafsson Pálmi Gunnars.
- Tillögur og nefndarálit.
Íþróttanefnd: Pálmi Gunnarsson gerði grein fyrir tillögum íþróttanefndar.
Mót sumarsins: Neisti: Sameiginlegt félagsmót A-Hún, V-Hún og Dalamanna verður haldið á Blönduósi um muðjan júní.
Héraðsmót USAH verður haldið 11. og 12 júlí. Barnamótið verður haldið 18. og 19 júlí Þristurinn , haldinn á Blönduósi 14. ágúst. Minningarmó Þorleifs arasonar haldið 20. ágúst.
Við hvetjum stjórn USAH að gefa ungmennum kost á að fara á þau mót sem þau vilja fara á (sem eru í boði)
Einnig höfum við tillögu um að halda innanhúsmót að vetri til í íþróttahúsinu og reiðhöllinni Blönduósi
Tillögurnar samþykktar smhljóða.
Allsherjarnefnd: Tillögur fyrir USAH hvernig standa skuli að gföfum til aðildarfélaga sambandssins voru tvær.
1.Gjafir til aðildarfélaga á 50 ára afmæli félagsins og síðan á 50 ára fresti.
- Engar gjafir.
Tillaga 2 borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum gegn 5.
Fjárhagsnefnd: Auðunn Steinn Sigurðsson gerði grein fyrir tillögum
fjárhagsnefndar. Fjárhagsáætlun 2007.
Liður Tekjur Gj öld
Húnavaka 1.575.000 1.300.000
Getraunir 50.000
ÍSÍ 68.000
Landsmót 65.000 300.000
Lottó 1.470.000 0
Yfirstjórn 0 1.000.000
Styrkir 750.000 0
Frjálsar 300.000 1.100.000
Afskriftir 40.000
4.268.000 3.740.000
Hagnaður f/fjármagnsliði 528.000
Tillagan samþykkt samhljóða.
Uppstillingarnefnd:
- þing USAHhaldið Bl. 31. mars 2007 leggur til :
- að hluti bókhalds USAH verði sett til bókhaldsþjónustu.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
2.leggur til að varamenn verði boðaðir á stjórnarfundi.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða
- að stjórn USAH ásamt öllum aðildarfélögum vinni saman að því að setja sér markmið til að sambandið sé virkt og geti þjónað hlutverki sínu
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Önnur mál.
Auðunn f.h. stórnar afhenti Golfklúppi Skagastrandar, sem varð 20 ára 2005
áskrifaðan disk, sem Róbert Gunnarsson tók á móti.
Íþróttamanni ársins hjá USAH Hilmari Þór Kárasyni voru afhentir tveir bikarar annan þeirra til eignar en hinn er farandbikar. En Hilmar hefur unnið mörg afrek á árinu.
Þórhalla tók til máls og óskaði Hilmari til hamingju fór nokkrum orðum um verðlaunaafhendingar almennt og tilkynnti að stjórn Hvatar hygðsist veita honum styrk.
Viðar tók til máls, talaði m.a.um verðlaun til ungs íþrótta fólks í sambandi við áframhaldandi væntingar samfélagsins til þeirra.
Talaði um góðar umræður og þarfar sem hér voru um starfsemi félaganna og sambandsins og lagði þar orð í umræðuna. Lauk hann máli sínu með vísu til
Auðuns.
Kári Kárason tók til máls en hann er faðir íþróttamannsins Hilmars, hann þakkaði fyrir viðurkenningar og talaði um að þær væru hvatning fyrir einstaklinginn.
Talaði um að við ættum að sækja um að halda Unglingalandsmót.
Þórhalla og Viðar töluðu um hlutverk foreldra í sambandi við þáttöku barna sinna í
íþróttum.
- Álit kjörnefndar.
Tillaga:
Formaður Valur Magnússon
Varaformaður Þórunn Ragnarsdóttir
Meðstjórnendur Aðalbjörg Valdimarsdóttir
Gjaldkeri Jófríður Jónsdóttir
Ritari Hafdís Vilhjálmsdóttir
Varamenn Þórhalla Guðbjartsdóttir
Dagný Sigmarsdóttir
Valgeir M. Valgeirsson
Sighvatur Steindórsson
Valur Kr. Valsson
Samþykkt samhljóða
Fjálsíþróttanefnd Þórunn Ragnarsdóttir
Aðalbjörg Valdimarsdóttir
Þórhalla Guðbjartsdóttir
Samþykkt samhljóða
Landsmótsnefnd Valur Magnússon
Birna Sveinsdóttir
Aðalbjörg Valdimarsdóttir
Samþykkt samhljóða
Fulltrúi á þing ÍSÍ Formaður USAH – Valur Magnúson
Samþykkt samhljóða
Ritnefnd Húnavöku ritstjóri: Jóhann Guðmundsson
Páll Ingþór Kristinsson
Stefán Á Jónsson
Ingibergur Guðmundsson
Unnar Agnarsson
Einar Kolbeinsson
Samþykkt samhljóða
Skoðunarmenn reikninga: Björn Magnússon og Vilhjálmur Stefánsson
Varamaður Halldór Ólafsson
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð þingsins. Fundurinn samþykkti að ritari gengi frá fundargerð
sem yrði síðan send út.
- Þingslit.
Auðunn þakkaði fyrir gott þing og sagði 90. þingi USAH slitið.
Stefanía A. Garðarsdóttir. Auðunn St. Sigurðsson
Ritari. Þingforseti.