Ársþing USAH 2008

  1. Ársþing USAH haldið 5. apríl 2008 kl. 9:00 í sal Samstöðu á Blönduósi

 

Dagskrá:

  1. Þingsetning
  2. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar
  3. Kosning fyrsta þingforseta
  4. Kosning annars þingforseta og fyrsta og annars þingritara
  5. Álit kjörbréfanefndar
  6. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar
  7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  8. Ávörp gesta
  9. Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir
  10. Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu
  11. Önnur mál
  12. Kosningar  – álit kjörnefndar

a)Kosið í stjórn og varastjórn

  1. b)Kosinn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára og varamaður hans
  2. c)Kosið í fastanefndir
  3. d)Kosinn fulltrúi á íþróttaþing ísí
  4. e)Kosið í ritnefnd Húnavöku skv. 14. gr. laga USAH

 

1., 2., 3. og 4. liður  Þingsetning, kosning fyrsta og annars þingforseta, fyrsta og annars þingritara

Þórunn Ragnarsdóttir setti þingið og kom fram með tillögu að fulltrúum í kjörbréfanefnd.

Voru það þær Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Þórhalla Guðbjartsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir og tóku þær þegar til starfa.

Þórunn kom með tillögu að Ásgerði  Pálsdóttur sem fyrsta þingforseta og tók hún þegar til starfa.

Tillaga kom fram um Auðunn Sigurðsson sem annan þingforseta, M. Berglindi Björnsdóttur sem fyrsta þingritara  og Hafdísi Vilhjálmsdóttur sem annan þingritara tóku þau þegar til starfa.

 

Ósk um breytingar á þingdagskrá þar sem kjörbréfanefnd var ekki tilbúin og farið í 6. dagskrárlið

 

  1. Skýrsla stjórnar og reikningar

Þórunn fór yfir skýrslu stjórnar og Jófríður fór yfir ársreikninga og útskýrði. Í árslok var eigið fé og skuldir sambandsins 6.214.732 krónur. Sjá nánar í prentuðum ársreikningi félagsins.

 

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Nokkrar umræður urðu um reikninga en þeir samþykktir samhljóða af þingfulltrúum.

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. álit kjörbréfanefndar

Þórhalla fór yfir þingfulltrúa  fyrir hönd nefndarinnar nokkuð vantar upp á mönnun félaga á þingið.

 

 

Félag

Fjöldi félaga

þingfulltrúar

Þingfulltrúar mættir

Umf. Hvöt

202

5

5

Umf. vorboðinn

72

2

2

Umf. Fram

206

5

4

Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps

75

2

2

Umf. Geislar

126

4

4

Hestamannafél. Neisti

134

4

1

Golfklúbburinn Ós

27

2

2

Skotfélagið Markviss

25

2

1

Golfklúbburinn Skagaströnd

?

2

0

 

Þingfulltrúar

 

  Umf. Hvöt: Auðunn St. Sigurðsson, Eva Hrund Pétursdóttir, Kári, Kárason, M. Berglind Björnsdóttir og Þórhalla Guðbjartsdóttir. 

  Umf. Vorboðinn: Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Jófríður Jónsdóttir.

  Umf. Fram: Halldór G. Ólafsson, Birna Sveinsdóttir, Sólrún Ágústa Magnadóttir og Laufey Inga Stefánsdóttir.

  Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps: Rúnar Aðalbjörn Pétursson og Sigríður Soffía Þorleifsdóttir.

  Umf. Geislar: Þórunn Ragnarsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Þóra Sverrisdóttir og Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir.

  Hestamannafélagið Neisti: Angela …

  Skotfélagið Markviss: Brynjar Þór Guðmundsson

  Golfklúbburinn Ós: Jóhanna G. Jónasdóttir og Valgeir M. Valgeirsson

  Golfklúbburinn Skagasrönd átti líklega að senda 2 (félagatal vantaði) en sendi engan.

 

Alls vantaði sjö fulltrúa á þingið.

 

  1. Ávörp gesta

– Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ ávarpaði þingið. Hrósaði félaginu fyrir góða rekstrarstöðu og þakkaði frábært starf.

Kynnti starf UMFÍ sem varð 100 ára á síðasta ári minnti á bók sem gefin var út af því tilefni, Vormenn Íslands, saga UMFÍ í 100 ár.

Helga fjallaði um gott landsmót sem haldið var í Kópavogi síðasta ár þar sem aðstæður voru til fyrirmyndar. Unglingalandsmót var jafnframt haldið á Höfn við mjög góðar aðstæður. Næsta Unglingalandsmót verður haldið í Þorlákshöfn, þar er verið að búa til glæsilega aðstöðu.

Kynnti hún nokkur verkefni sem verið er að vinna að hjá félaginu og að verið sé að byggja nýjar höfuðstöðvar .

Veitti Helga Þórunni Ragnarsdóttur heiðursmerki UMFÍ fyrir dyggt og ósérhlífið starf í þágu hreyfingarinnar í yfir 30 ár.

 

–  Sigríður Jónsdóttir fulltrúi frá ÍSÍ bað um orðið hafði lengi beðið eftir að komast á þing USAH. Flutti kveðjur frá forseta Ólafi Rafnssyni, og Líney Rut framkvæmdastjóra.

Sigríður er í forsvari fyrir fræðslumálum innan ÍSÍ ítrekaði að þjálfarar hefðu kunnáttu til að þjálfa og sinna börnum. Fjallaði um möguleika til að mennta þjálfara og minnti á möguleika á styrkumsóknum til endurmenntunar.

Nýverið hafa fengist aukin framlög frá ríkinu fyrir sérsamböndin. Búið er að koma á sérstökum ferðastykjasjóði ( 30 milljónir) til að veita ferðastyrki. Því miður er ekki hægt að sinna öllum umsóknum þar sem eftirspurnin er mjög mikil.

Minnti á fyrirmyndarfélag ÍSÍ nýtist litlum félögum við að halda utan um starfið t.d. að nýta handbókina til að skrá niður starf félagsins þannig geta nýir félagar byrjað að starfa því allar upplýsingar séu til staðar. Að lokum óskaði hún USAH áframhaldandi velfarnaðar í starfi.

 

  1. Þingnefndir

Þingforseti tilkynnti hvar nefndir ættu að starfa en fundarfólk hafði skráð sig í nefndarstörf.

 

Tillaga til þingsins: Aðalfundur Umf. Geisla haldinn að Húnavöllum 13. mars 2008 beinir því til ársþings USAH að áfram verði lottótekjur látnar renna óskertar til USAH eins og verið hefur undanfarin ár.

 

  1. Tillögur og nefndarálit tekin til umræðu

Allsherjarnefnd: Þóra Sverrisdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar:

                Tvær tillögur koma frá nefndinni:

         91. ársþing USAH haldið á Blönduósi 5. apríl 2008 samþykkir að áfram verði lottótekjur látnar renna óskertar til USAH eins og verið hefur undanfarin ár.

                                               Tillagan samþykkt með einu mótatkvæði eftir nokkrar umræður.

 

         91. ársþing USAH haldið á Blönduósi 5. apríl 2008 samþykkir að skora á aðildarfélög USAH að skoða möguleika á að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

                                               Tillagan samþykkt samhljóða án teljandi umræðu.

 

Fjárhagsnefnd: Auðunn Sigurðsson kynnti fyrir hönd nefndarinnar:

                Eftirfarandi áætlun kom frá nefndinni:

 

Liðir                       Tekjur                                  Gjöld                    Skýring                                                                _____

Húnavaka           1.650.000                            1.100.000            Færri eintök prentuð-styrkur frá Menn.nefnd

ÍSÍ                          75.000                                                                 Lottótekjur

Landsmót           180.000                                120.000                Kaffisala, leiga á tjaldi

Lottó                     1.700.000                            0

Yfirstjórn                                                            1.400.000

Styrkir                  1.000.000                                                           Bæjarfélögin í sýslunni

Frjálsar                 500.000                                1.400.000

Afskriftir                                                             50.000                  Niðurfelldar skuldir v. úrelta sjóði

                               5.105.000                            4.070.000

Hagnaður                                                                                          1.035.000.-

Tillögur nefndarinnar samþykktar samhljóða.

Íþróttanefnd: Jóhanna Magnúsdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar:

Nefndin kom með tillögur að dagsetningum á íþróttamótum sumarsins:

         Héraðsmót verði haldið 9. 10. júlí,

         Barnamót verði haldið 23. júlí,

         Minningarmót Þorleifs Arasonar verði haldið 14. ágúst.

 

         Tillaga íþróttanefndar á 91. Ársþingi USAH, haldið á Blönduósi 5. apríl 2008 að bætt verði við skemmtiskokki við Blönduhlaup USAH til að aukavin sældir hlaupsins.

                               Tillagan samþykkt samhljóða.

 

         Tillaga íþróttanefndar á 91. Ársþingi USAH, haldið á Blönduósi 5. apríl 2008 að USAH beini því til aðildarfélaga að styrkja þá aðila sem vilja sækja sér þjálfaramenntun og jafnframt auka áhuga barna og unglinga í almennri íþróttastarfsemi.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

         Tillaga íþróttanefndar á 91. Ársþingi USAH, haldið á Blönduósi 5. apríl 2008 að beina því til stjórnar USAH að athuga í framtíðinni að færa Héraðsmótið á helgi í stað virkra kvölda, til þess að auka fjölskyldusstemningu.

 

Íþróttamaður USAH ársins 2007 var valinn Hilmar Þór Kárason. Þórunn Ragnarsdóttir taldi upp afrek hans á árinu sem meðal annars telja Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum bæði innanhúss og utan- og landsliðsþátttöku í U16 landsliði Íslands í knattspyrnu.  Eva Hrund Pétursdóttir móðir Hilmars veitti viðurkenningunni móttöku. 

 

11.Önnur mál

– Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ fékk orðið. Benti á að með góðum rökum væri hægt að segja að hagnaður sambandsins sé mun meiri en reikningar gefa til kynna og minnti á að mun einfaldara sé að fá fólk til starfa í félög sem eru vel rekin.

Bað foreldra Hilmars fyrir góðar kveðjur til glæsilegs íþróttamanns.

Kynnti Skinfaxa, sem gefinn hefur verið út brátt í 100 ár, og hvatti fundarmenn til að gerast áskrifendur að blaðinu.

Hvatti fólk til að sækja um fræðslustyrki og heimsækja þjónustumiðstöð sambandsins í Reykjavík.

Hann benti á að útgáfa Húnavökuritsins sé mikið afrek og að þeir aðilar sem að henni standi eigi heiður skilinn.  Sæmundur kynnti möguleika á styrkumsókn í minningarsjóð Pálma Gíslasonar  sem auglýst er í nýjasta tölublaði Skinfaxa. Þar á að veita alls 1.000.000.- króna 2. júlí.

 

– Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ fékk orðið. Hann óskaði sambandinu til hamingju með skýrslu og reikninga og Hilmari Þór til hamingju með frábæran árangur. Viðar talaði um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og ánægju með (tillögu) um hugsanlega þátttöku í því. Eins undirtektir varðandi þjálfaranámskeið. Benti á að hann væri boðinn og búinn að veita upplýsingar og aðstoð einungis þarf að hafa samband við hann. Í lokin setti hann fram nokkrar vísur í tilefni dagsins við góðar undirtektir.

 

 

 

 

  1. Kosningar álit kjörnefndar:

Uppstillingarnefnd: Þórhalla Guðbjartsdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar.            

Tillögur að mönnum í stjórn þar sem Þórunn Ragnarsdóttir og Valur Magnússon ganga úr stjórn.

Stjórn:

Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður

Þórhalla Guðbjartsdóttir  varaformaður

Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnandi

Fyrir voru:

Hafdís Vilhjálmsdóttir ritari

Jófríður Jónsdóttir gjaldkeri

Varamenn:

Þórunn Ragnarsdóttir

Halldór Ólafsson

Sigríður Þorleifsdóttir

Jóhanna Jónasdóttir

Dagný Sigmarsdóttir

 

Íþróttanefnd:

Þórunn Ragnarsdóttir

Aðalbjörg Valdimarsdóttir

Þórhalla Guðbjartsdóttir

 

Landsmótsnefnd:

Sigríður Stefánsdóttir

Guðrún Sigurjónsdóttir

Kári Kárason

 

Fulltrúi á þing ÍSÍ, formaður USAH eða Varaformaður

Aðalbjörg Valdimarsdóttir eða

Þórhalla Guðbjartsdóttir

 

Ritnefnd Húnavöku:

Jóhann Guðmundsson

Páll Ingþór Kristinsson

Stefán Á. Jónsson