Ársþing USAH 2009
- Ársþing USAH haldið 22. Mars 2009 kl. 10:00 í sal Samstöðu á Blönduósi
Dagskrá:
- Þingsetning
- Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar
- Kosning fyrsta þingforseta
- Kosning annars þingforseta og fyrsta og annars þingritara
- Álit kjörbréfanefndar
- Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
- Ávörp gesta
- Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir
- Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu
- Önnur mál
- Kosningar – álit kjörnefndar
- a)Kosið í stjórn og varastjórn
- b)Kosinn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára og varamaður hans
- c)Kosið í fastanefndir
- d)Kosinn fulltrúi á íþróttaþing ísí
- e)Kosið í ritnefnd Húnavöku skv. 14. gr. laga USAH
1., 2., 3. og 4. liður Þingsetning, kosning fyrsta og annars þingforseta, fyrsta og annars þingritara
Aðalbjörg Valdimarsdóttir setti þingið og kom fram með tillögu að fulltrúum í kjörbréfanefnd.
Voru það þær Guðrún Sigurjónsdóttir, Jófríður Jónsdóttir og Hafdís Vilhjálmsdóttir og tóku þær þegar til starfa.
Aðalbjörg kom með tillögu að Ásgerði Pálsdóttur sem fyrsta þingforseta og tók hún þegar til starfa.
Tillaga kom fram um Auðunn Sigurðsson sem annan þingforseta, Þórhöllu Guðbjartsdóttur sem fyrsta þingritara og Hafdísi Vilhjálmsdóttur sem annan þingritara tóku þau þegar til starfa.
- álit kjörbréfanefndar
Guðrún fór yfir þingfulltrúa fyrir hönd nefndarinnar nokkuð vantar upp á mönnun félaga á þingið.
Félag | Fjöldi félaga | þingfulltrúar | Þingfulltrúar mættir |
Umf. Hvöt | 225 | 5 | 5 |
Umf. vorboðinn | 71 | 2 | 2 |
Umf. Fram | 213 | 5 | 5 |
Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps | 70 | 2 | 2 |
Umf. Geislar | 121 | 3 | 3 |
Hestamannafél. Neisti | 179 | 5 | 2 |
Golfklúbburinn Ós | 34 | 2 | 2 |
Skotfélagið Markviss | 37 | 2 | 2 |
Golfklúbburinn Skagaströnd | (2) | 0 | |
Hestamannafél. Snarfari | (2) | 0 |
Þingfulltrúar
Umf. Hvöt: Auðunn St. Sigurðsson, Heiðrún Bjarkadóttir, Kári, Kárason, M. Berglind Björnsdóttir og Þórhalla Guðbjartsdóttir.
Umf. Vorboðinn: Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Jófríður Jónsdóttir.
Umf. Fram: Halldór G. Ólafsson, Birna Sveinsdóttir, Sigrún Líndal Þrastardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Björk Sveinsdóttir.
Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps: Rúnar Aðalbjörn Pétursson og Sigríður Soffía Þorleifsdóttir.
Umf. Geislar: Guðrún Sigurjónsdóttir, Pálmi Gunnarsson og Helga Gunnarsdóttir
Hestamannafélagið Neisti: Sigurlaug Markúsdóttir og Selma Svavarsdóttir
Skotfélagið Markviss: Brynjar Þór Guðmundsson og Guðmann Jónsson
Golfklúbburinn Ós: Jóhanna Jónasdóttir og Guðrún Jónsdóttir
Golfklúbburinn á Skagasrönd og Hetamannafélagið Snarfari sendu engan fulltrúa
- Skýrsla stjórnar og reikningar
Þórhalla fór yfir skýrslu stjórnar og Jófríður fór yfir ársreikninga og útskýrði. Í árslok var eigið fé og skuldir sambandsins 9.018.691 krónur. Sjá nánar í prentuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
Auðunn Sigurðsson kom með fyrirspurnir um styrki og vakti athygli á þörf á að taka út gamlar útistandandi skuldir. Ánægður vegna góðrar stöðu sambandsins og að Húnavakan sé að skila hagnaði. Vill að sambandið fari að útdeila Lottótekjum vegna góðrar útkomu í stað þess að safna fé.
Halldór Ólafsson tók undir orð Auðuns bæði hvað varðar Húnavökuritið og Lottótekjur.
Ekki urðu fleiri umræður um reikninga og þeir samþykktir samhljóða af þingfulltrúum.
- Ávörp gesta
Hafsteinn Pálsson fulltrúi ÍSÍ flutti kveðjur frá forseta ÍSÍ, stjórn og starfsliði. Íþróttaþing verður í apríl, þar verða teknar fyrir tillögur frá aðildarfélögum. Hann minnti á getraunir og getspá og möguleika félaga á tekjumöguleikum þar að lútandi. Hann minnti einnig á skil á starfsskýrslum aðildarfélaga til ÍSÍ. Hvatti til þátttöku í þeim almenningsatburðum sem sambandið stendur fyrir.
Um mánaðarmótin maí-júní eru Smáþjóðaleikarnir. Hafsteinn var ánægður með góða stöðu Ungmennasambandsins.
Ómar Bragi Stefánsson fulltrúi UMFÍ færði kveðjur frá formanni, stjórn og starfsfólki. Hann var einnig ánægður með góða stöðu sambandsins og ábyrga fjármálastjórn. Vakti athygli á að þjónustumiðstöðvar væru tvær, önnur í Reykjavík en hin á Sauðárkróki.
Helstu verkefni UMFÍ á þessu ári eru Landsmót UMFÍ á Akureyri í byrjun júlí. Þar er keppt í 30 greinum á nýju keppnissvæði sem verið er að byggja. Unglingalandsmót verður á Sauðárkróki í sumar.
UMFÍ er með öflugt starf bæði varðandi fræðslu og almenningsíþróttir.
- Þingnefndir
Þingforseti tilkynnti hvar nefndir ættu að starfa en fundarfólk hafði skráð sig í nefndarstörf.
Tillögur til þingsins: