Ársþing USAH 2015

 

98. ársþing USAH 
haldið 21. mars 2015, kl. 10:00 í sal Samstöðu á Blönduósi

Dagskrá: 
1.    Þingsetning.
2.    Kosning fyrsta þingforseta sem tekur þegar til starfa. 
3.    Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar og tekur hún þegar til starfa.
4.    Kosning annars þingforseta og fyrsta og annars þingritara
5.    Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar 
6.    Álit kjörbréfanefndar
7.    Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp til samþykktar.
8.    Ávörp gesta
9.    Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir. Nefndir taka til starfa.
10.    Hvatningarverðlaun USAH afhent og hádegisverður
11.    Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu
12.    Önnur mál
13.    Kosningar  – álit kjörnefndar
a) Kosinn formaður    
b) Kosið í stjórn og varastjórn
c) Kosinn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára og varamaður hans
d) Kosið í fastanefndir
e) Kosinn fulltrúi á íþróttaþing ísí 
f) Kosið í ritnefnd Húnavöku skv. 14. gr. laga USAH
14.    Fundargerð þingsins borinn upp til samþykktar.
15.    Þingslit

1., 2., 3. og 4. liður 
Þingsetning, kosning fyrsta og annars þingforseta, fyrsta og annars þingritara.Aðalbjörg Valdimarsdóttir setti þingið, bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Bar hún upp tillögu um Ingiberg Guðmundsson sem fyrsta þingforseta, var það samþykkt og tók hann þegar til starfa. Ingibergur bar upp tillögu um fulltrúa í kjörbréfanefnd. Voru það Áslaug Finnsdóttir, Lena Gísladóttir og Sigurveig Sigurðardóttir og tóku þær þegar til starfa. Tillaga kom fram um Guðrúnu Sigurjónsdóttur sem annan þingforseta, Sigrúnu Líndal sem fyrsta þingritara og Sigurveigu Sigurðardóttur sem annan þingritara. Var það samþykkt og tóku þær þegar til starfa.
Þá óskaði þingforseti eftir leyfi þingsins til þess að gera frávik á dagskrá þingsins og heimila fulltrúa UMFÍ að taka nú þegar til máls. Var það samþykkt.

Ávarp Ómars Braga Stefánssonar fulltrúa UMFÍ
Ómar Bragi bað fyrir góðar keðjur frá formanni og framkvæmdastjóra UMFÍ og vonaðist eftir góðu þingi. Ómar stýrir Landsmóti 50+ sem haldið verður á Blönduósi 26.-28. júní. Einnig minntist hann á Unglingalandsmót á Akureyri næsta sumar. 
Vegna landsmóts 50+ er góð nefnd tekinn til starfa og er mikill metnaður að halda gott mót, síðasta mót var haldið á Húsavík. Ómar Bragi sagðist vonast eftir góðri þátttöku, jafnvel allt að 500 keppendum. Það eru margar keppnisgreinar á mótinu og alltaf fleiri og fleiri 50 ára og eldri sem eru að hreyfa sig. Síðan fór hann yfir þær greinar sem keppt verður í á landsmótinu. 
Landsmót 50+ er ekki bara keppni heldur líka skemmtun og gaman að hitta félaga sem iðkendur hafa keppt við á árum áður. Allir í samfélaginu reyna að gera mótið skemmtilegt og hvatti Ómar Bragi félagsmenn í USAH að vera sjálfboðaliðar. Á Blönduósi verður bráðum haldinn bæjarfundur til að upplýsa fólk betur um mótið. 
Ómar Bragi ítrekaði að allir væru velkomnir á þjónustumiðstöðvarnar á Króknum og fyrir sunnan. Að lokum ræddi hann um Unglingalandsmót á Akureyri og hvatti alla til að mæta með börnin sín á þessa vímulausu hátíð.

5.  Skýrsla stjórnar og reikningar
Aðalbjörg fór yfir skýrslu stjórnar og Lena Gísladóttir yfir ársreikninga fyrir árið 2014 og útskýrði. Í árslok var eigið fé og skuldir sambandsins 13.517.257 krónur. Sjá nánar í prentuðum ársreikningi félagsins.
6. Álit kjörbréfanefndar
Lena Gísladóttir fór yfir þingfulltrúa fyrir hönd nefndarinnar. Full mæting var frá öllum félögum nema einu en enginn fulltrúi kom frá MX klúbbnum.
Félag    Fjöldi félaga    þingfulltrúar    Þingfulltrúar mættir
Umf. Hvöt    271    6    6
Umf. Fram    208    6    6
Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps    76    3    3
Umf. Geislar    128    4    4
Hestamannafél. Neisti    183    5    5
Golfklúbburinn Ós    31    2    2
Skotfélagið Markviss    75    2    2
Golfklúbbur Skagastrandar    38    2    2
Hestamannafél. Snarfari    45    2    2
MX klúbburinn    43    2    0
Júdófélagið Pardus    113    3    3

Þingfulltrúar
•    Umf. Hvöt: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Valgerður Hilmarsdóttir, Þórdís Erla Björnsdóttir, Erna Jónmundsdóttir og Erla Ísafold.
•    Umf. Fram: Kolbrún Ósk Eðvarðsdóttir, Róbert Freyr Gunnarsson, Halldór Gunnar Ólafsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Baldur Magnússon og Sigrún Líndal.
•    Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps: Bjarni Salberg Pétursson, Rúnar Aðalbjörn Pétursson og Guðmar Magni Óskarsson.
•    Umf. Geislar: Guðrún Sigurjónsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Sigurveig Sigurðardóttir.
•    Skotfélagið Markviss: Guðmann Jónasson og Sigurður Jónasson. 
•    Golfklúbburinn Ós: Guðrún Á. Jónsdóttir og Ari H. Einarsson.
•    Golfklúbbur Skagastrandar: Ingibergur Guðmundsson og Finnbogi Guðmundsson.
•    Hestamannafélagið Snarfari: Þröstur Líndal og Bryndís Valbjarnardóttir.
•    Hestamannafélagið Neisti: Guðrún Tinna Rúnarsdóttir,  Áslaug Finnsdóttir,  Rúnar Örn Guðmundsson, Ólafur Magnússon og Harpa Hrönn Hilmarsdóttir.
•    MX klúbburinn: enginn
•    Júdófélagið Pardus: Þeyr Guðmundsson, Magnús Valur Ómarsson og Pawel Mickiewicz.
 

7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
Aðalbjörg tók til máls og útskýrði  lottótekjurnar. Vegna misskilnings skuldaði USAH lottótekjur til aðildarfélaga um síðustu áramót en álitið var að búið væri að ganga frá lottótekjum. Svo reyndist ekki vera en núna er búið að leiðrétta þetta allt og ættu aðildafélög að vera búin að fá upphæðirnar.
Ekki urðu fleiri umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og voru ársreikningar samþykktir samhljóða af þingfulltrúum.
 

8. Ávörp gesta
Gunnlaugur Júlíusson meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ
Gunnlaugur bar þinginu kveðjur frá forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ. Þau þakka móttökurnar sem þeir fengu á síðasta ári þegar þeir komu í vettvangsskoðun. Hann taldi skýrslu USAH sýna öflugt starf og væri það mjög mikilvægt að það sé virkt og gott. Hann sagði frábært að Landsmót UMFÍ 50+ væri að stækka því fólk er að eldast. Þá fór hann yfir nokkur verkefni ÍSÍ, t.d. lífshlaupið, kvennahlaupið og fleira en þessi verkefni  hafa vaxið og dafnað. ÍSÍ fékk lýðheilsuverðlaun fyrir þessi verkefni. 
Lottótekjur eru helmingur af tekjum USAH og því mikilvægt að standa vörð um þær tekjur, því það er víða barningur að fá fjármagn. Gunnlaugur minnti einnig á ferðasjóð ÍSÍ sem hægt er að sækja um í ef ferðalög eru lengri en 50 km í hvora átt og hvatti félög innan USAH til að sækja um í hann, því ferðalög eru dýr. Öflugt íþróttafólk hefur komið frá okkur í hreyfinguna og minntist hann á Sunnu Gestsdóttur og Einar Karl Hjartarson í því sambandi. Einnig minntist Gunnlaugur á Guðbjart Guðmundsson ráðunaut og hans áhuga á íþróttastarfi. Hann sagði ánægjulegt að sjá greinagóð skil á ársskýrslu og ársreikningum og öðrum gögnum. 

9. Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir 
Aðalbjörg las upp hverjir væru í hvaða nefnd og hvar þær ættu að starfa.
 

Tillögur til þingsins: 
Aðalbjörg bar fram tillögur frá stjórn USAH. 
 

Tillaga 1
Stjórn USAH beinir því til 98. ársþings USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015 að afreksmannasjóður verði notaður til að veita kjörnum Íþróttamanni ársins hjá USAH peningastyrk.
 

Tillaga 2
Stjórn USAH beinir því til 98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015 að eftirfarandi reglugerð verði samþykkt um íþróttamann ársins hjá USAH.
 

Reglugerð um íþróttamann ársins hjá USAH
1.grein 
Árlega skulu aðildarfélög USAH, hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Stjórn USAH getur einnig tilnefnt allt að 6 íþróttamenn til viðbótar og skal auglýst eftir ábendingum sem skulu berast stjórn fyrir 1.des ár hvert. Greinargerð skal fylgja hverri tilnefningu. Þar skal koma fram nafn einstaklingsins og allur árangur skráður nákvæmt. Tilnefningum skal lokið fyrir 10.desember ár hvert og skulu þær kynntar aðildarfélögunum minnst viku fyrir kjör. Afhending viðurkenninga skal fara fram í síðasta lagi á ársþingi USAH ár hvert.
2. grein
Rétt til tilnefninga eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í austur-Húnavatnssýslu eða stundar æfingar og keppir undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.
3. grein
Til íþrótta teljast allar greinar íþrótta samkvæmt lögum ÍSÍ að meðtöldum starfsíþróttum þeim sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ
4. grein
Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn. Að auki fær Íþróttamaður USAH verðlaunafé.
5.grein
Stjórnarmenn USAH og stjórnarmenn aðildarfélaga USAH kjósa íþróttamann ársins. Hver þátttakandi kýs þrjá menn í 1. 2. og 3 sæti.
útreikningur: 1. sæti 4 stig 2. sæti 2 stig og 3 sæti 1 stig. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum.

Tillaga 3
Stjórn USAH beinir því til 98. ársþings USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, að þetta verði reglur um úthlutun lottótekna.
Reglur um úthlutun Lottótekna USAH
• USAH 30%
• Greiðslur til aðildarfélaga 70%
Greiðslur til aðildafélaga skiptist samkvæmt eftirfarandi reglum
• Jöfn skipting 20%
• Eftir fjölda félaga 80%. Fjöldi félaga samkvæmt félagatali inn á Felix sem fulltrúar á ársþingi viðkomandi rekstrarárs eru miðaður við.
Til þess að félögin fái úthlutað fullum lottótekjum þurfa þau að standa skil á eftirfarandi: 
1. Skila ársreikningum og félagatali inn á félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ (FELIX) 14 dögum fyrir ársþing USAH.
2. Hafa haldið aðalfund í félaginu fyrir ársþing USAH.
3.Sendi kjörbréf 14 dögum fyrir ársþing USAH
4. Sendi kjörna fulltrúa á ársþing USAH – alla kjörna fulltrúa
5. Ef kjörinn fulltrúa vantar frá aðildarfélagi rennur sá hluti lottótekna sem annars hefði runnið til aðildarfélaga til USAH.

Tillaga 4
Stjórn USAH beinir því til 98. ársþings USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, eftirfarandi dagsetningar móta sumarið 2015:
•    Héraðsmót USAH í frjálsíþróttum verði haldið 21-22. júlí, staðsetning Blönduósvöllur.
•    Barnamót USAH í frjálsíþróttum verði haldið 14. júlí, staðsetning Húnavellir
•    Minningarmót Þorleifs Arasonar verði haldið 12. ágúst, staðsetning Húnavellir
•    Héraðsmót í sundi verði haldið 25. maí, staðsetning Blönduós.

Tillaga 5
Stjórn USAH beinir því til 98. ársþings USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015 að fjárhagsáætlun 2015 sé eftirfarandi.
Liðir    Tekjur    Gjöld    
Lottó    3.200.000    2.240.000    
Getraunir    100.000        
ÍSÍ    110.000        
Frjálsar    350.000    350.000    
Húnavökurit    1.900.000    1.500.000    
Landsmót        370.000    
Framlög og styrkir    1.100.000        
Yfirstjórn        2.100.000    
Afskriftir        35.000    
Samtals    6.660.000    6.595.000    
Mismunur    65.000        
Vaxtatekjur            
Hagnaður    65.000        

Halldór Gunnar Ólafsson lagði fram tvær tillögur til 98. ársþings USAH.
98. ársþings USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir að ritnefnd Húnavökuritsins fari að hefja undirbúning að myndun eldri árganga Húnavökunnar í því skyni að þeir verði aðgengilegir á veraldarvefnum, t.d. á www.tímarit.is sem er í umsjón Landsbókasafnsins.
 

98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, að finna 3ja manna stefnumótunarnefnd sem skoðar framtíðarsýn sambandsins með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Nefndin skili tillögum til stjórnar USAH fyrir næsta ársþing USAH.
Öllum tillögum var síðan vísað til nefnda.
 

10. Hvatningarverðlaun USAH afhent
Hvatningarverðlaun USAH árið 2013 fær Júdófélagið Pardus  fyrir öflugt íþróttastarf.  Aðalbjörg Valdimarsdóttir afhenti Magnúsi Val Ómarssyni, farandbikar ásamt blómum. Einnig afhenti hún þeim aðildarfélögum sem eiga stórafmæli á árinu afmælisplatta. Það félög sem eiga afmæli á þessu ári voru Golfklúbburinn Ós, verður hann 30 ára, Golfklúbbur Skagastrandar verður einnig 30 ára, ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps verður á þessu ári 80 ára og einnig fékk ungmennafélagið Hvöt afmælisplatta, en það varð 90 ára á seinasta ári.
Að loknum nefndarstörfum og hádegisverði var aftur gengið til dagskrár.
 

11. Tillögur og nefndarálit tekin til umræðu
Íþróttanefnd:  Steinunn Hulda Magnúsdóttir kynnti fyrir hönd nefnarinnar:
Tillaga 1
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir eftirfarandi dagsetningar móta sumarið 2014:
Dagsetningar móta verði:
•    Héraðsmót USAH í frjálsíþróttum verði haldið 21. – 22. júlí, staðsetning Blönduósvöllur.
•    Barnamót USAH í frjálsíþróttum verði haldið 14. júlí, staðsetning Blönduósvöllur.
•    Minningarmót Þorleifs Arasonar verði haldið 12. ágúst, staðsetning Húnavellir.
•    Héraðsmót í sundi verði haldið 25. maí, staðsetning Blönduós.

Tillagan samþykkt samhljóða.


Allsherjarnefnd:  Guðrún Sigurjónsdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar:


Tillaga 1:
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi ,21. mars 2015 samþykkir eftirfarandi reglugerð um íþróttamann ársins hjá USAH.
Reglugerð um íþróttamann ársins hjá USAH

1.grein 
Árlega skulu aðildarfélög USAH, hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Stjórn USAH getur einnig tilnefnt allt að 6 íþróttamenn til viðbótar og skal auglýst eftir ábendingum sem skulu berast stjórn fyrir 1.des ár hvert. Greinargerð skal fylgja hverri tilnefningu. Þar skal koma fram nafn einstaklingsins og allur árangur skráður nákvæmt. Tilnefningum skal lokið fyrir 10.desember ár hvert og skulu þær kynntar aðildarfélögunum minnst viku fyrir kjör. Afhending viðurkenninga skal fara fram í síðasta lagi á ársþingi USAH ár hvert.


2. grein
Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í Austur-Húnavatnssýslu eða stunda æfingar og keppi undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.

3. grein
Til íþrótta teljast allar greinar íþrótta samkvæmt lögum ÍSÍ að meðtöldum starfsíþróttum þeim sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ

4. grein
Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn. Að auki fær íþróttamaður USAH peningastyrk.

5.grein
Stjórnarmenn USAH og stjórnarmenn aðildarfélaga USAH kjósa íþróttamann ársins. Hver þátttakandi kýs þrjá menn í 1. 2. og 3 sæti.
Útreikningur: 1. sæti 4 stig 2. sæti 2 stig og 3 sæti 1 stig. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum.

Breytingartillaga 1
Þórdís Erla Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Lögð verði niður kosning um íþróttamann ársins og í staðinn verði stutt við félagið sem fær hvatningarverðlaun USAH. 
Tillaga felld með miklum meirihluta.

Breytingartillaga 2
Guðmann Jónasson kom með eftirfarandi breytingartillögu við 1. grein laga (komi á eftir fyrstu setningunni í fyrstu grein) 
Árlega skulu aðildarfélög USAH hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Einnig skulu aðildarfélög nefna 1 íþróttamann úr yngri flokkum og tilnefna þjálfara ársins hjá hverju félagi.

Breytingartillaga dregin til baka eftir umræður.

Breytingartillaga 3
Halldór Gunnar Ólafsson kom með eftirfarandi breytingartillögu:
Stjórnarmenn USAH og stjórnarmenn aðildafélaga geta ákveðið að falla frá vali á íþróttamanni ársins ef einróma samþykki er fyrir því að engar tilnefningar séu nægilega góðar.
Breytingartillaga dregin til baka eftir umræður.

Breytingartillaga 4
Pavel Mickiewicz kom með eftirfarandi breytingartillögu:
Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 14 ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í A-Hún. eða stundar æfingar og keppir undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.
Breytingartillaga felld með meirihluta atkvæða.

Tillaga allsherjarnefndar borinn upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Tillaga 2:
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir að íþróttamanni USAH hvers árs verði veittur peningastyrkur úr afreksmannasjóði að upphæð eitt hundruð þúsund krónur.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga 3:
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir eftirfarandi reglur um úthlutun lottótekna.
Reglur um úthlutun Lottótekna USAH
•    USAH 30%
•    Greiðslur til aðildarfélaga 70%
Greiðslur til aðildarfélaga skiptist samkvæmt eftirfarandi reglum
•    Jöfn skipting 20%
•    Eftir fjölda félaga 80%. Fjöldi félaga samkvæmt félagatali inn á Felix sem fulltrúar á ársþingi viðkomandi rekstrarárs eru miðaður við.
Til þess að félögin fái úthlutað fullum lottótekjum þurfa þau að standa skil á eftirfarandi:
1.    Skila ársreikningum og félagatali inn á félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ (FELIX) a.m.k. 14 dögum fyrir ársþing USAH
2.    Hafa haldið aðalfund í félaginu fyrir ársþing USAH
3.    Senda ársskýrslu og kjörbréf a.m.k. 14 dögum fyrir ársþing USAH
Úthlutun aðildartekna til einstakra félaga skerðist hlutfallslega vanti kjörna fulltrúa á ársþing USAH og rennur sú skerðing til USAH.

Guðmundur Egill Erlendsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu (breytingartillaga sem kemur í lok reglunnar):
Úthlutun aðildartekna til einstakra félaga skerðist hlutfallslega vanti kjörna fulltrúa á ársþing USAH og rennur sú skerðing til USAH, nema lögmæt forföll hamli.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.
Tillagan allsherjarnefndar þannig breytt og borinn undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga 4:
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir að fela ritnefnd Húnavökuritsins að hefja undirbúning að myndum eldri árganga Húnavökunnar í því skyni að þeir verði aðgengilegir á veraldarvefnum, t.d. á www.timarit.is sem er í umsjón Landsbókasafnsins.
Tillagan samþykkt samhljóða.
 

Tillaga 5:
98. ársþing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir að kjósa 3ja manna Stefnumótunarnefnd sem skoðar framtíðarsýn sambandsins með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Nefndin skili tillögum til stjórnar USAH fyrir næsta ársþing.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fjárhagsnefnd:  
98. þing USAH, haldið á Blönduósi 21. mars 2015, samþykkir að fjárhagsáætlun 2015 sé eftirfarandi:

Liðir    Tekjur    Gjöld    
Lottó    3.300.000    2.240.000    
Getraunir    0        
ÍSÍ    110.000        
Frjálsar    350.000    350.000    
Húnavökurit    1.900.000    1.500.000    
Landsmót        370.000    
Framlög og styrkir    1.300.000        
Afreksm.styrkur        100.000    
Yfirstjórn        1.950.000    
Afskriftir        35.000    
Samtals    6.960.000    6.545.000    
Mismunur    415.000        
Vaxtatekjur            
Hagnaður    415.000        

Tillagan samþykkt samhljóða.

Ingibergur Guðmundsson þingforseti fékk leyfi hjá þinginu um að færa lið 12, önnur mál, aftur fyrir lið 13, kosningar.

13. Kosningar – álit kjörnefndar:
Uppstillingarnefnd: Þórunn Ragnarsdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar tillögur að mönnun í stjórn.
Stjórn USAH:
Valgerður Hilmarsdóttir (Hvöt), gjaldkeri, kosin til tveggja ára.
Sigrún Líndal (Fram), ritari, kosin til tveggja ára.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir (Hvöt) formaður, er á seinna ári.
Hafdís Vilhjálmsdóttir (Umf. B) varaformaður, er á seinna ári.
Guðrún Sigurjónsdóttir (Geislum), meðstjórnandi, er á seinna ári.

Tillagan samþykkt með lófataki.
Varamenn í stjórn USAH til eins árs: 
Rúnar Örn Guðmundsson(Neista)
Sigríður Þorleifsdóttir (Umf. B)
Baldur Magnússon (Fram))
Bergþór Pálsson (Pardus)
Guðmann Jónasson (Markviss)

Tillagan samþykkt með lófataki.
Skoðunarmenn reikninga:
Halldór G. Ólafsson (Fram) kosinn til tveggja ára.

Auðunn Steinn Sigurðsson (Hvöt) er á seinna ári.

Varamenn
Jóhanna Magnúsdóttir (Umf.B) kosinn til tveggja ára.
Selma Svavarsdóttir (Neista) er á seinna ári.
Tillagan samþykkt með lófataki.

Íþróttanefnd:
Rúnar Pétursson (Umf.B)
Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Geislar)
Sigrún Líndal (Fram) kallar nefnd saman

Varamaður
Guðrún Sigurjónsdóttir (Geislum)
Tillagan samþykkt með lófataki.

Landsmótsnefnd:
Finnbogi Guðmundsson (Fram) 
Erla Ísafold Sigurðardóttir(Hvöt)
Valur Magnússon (Geislum)
Þóra Sverrisdóttir (Geislum)

Varamaður
Þórdís Erla Björnsdóttir (Hvöt)
Tillagan samþykkt með lófataki.
 

Ritnefnd Húnavökuritsins:
Ingibergur Guðmundsson, ritstjóri
Jóhann Guðmundsson
Páll Ingþór Kristinsson
G. Unnar Agnarsson
Magnús B. Jónsson
Einar Kolbeinsson

Tillagan samþykkt með lófataki.
Stefnumótunarnefnd:
Sigríður Gestsdóttir (Fram)
Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Geislum)
Auðunn Steinn Sigurðsson (Hvöt)

Tillagan samþykkt með lófataki.
Fulltrúi kosinn á þing ÍSÍ
Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður

13. önnur mál
Gunnlaugur Júlíusson steig í pontu og þakkaði fyrir gott þing. Hann fagnaði kosningu 3ja manna stefnumótunarnefndar. Áhyggjum veldur hins vegar fækkum barna og ungmenna á svæðinu og bendir hann í því sambandi á vef Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem sjá má þróunina á árunum 2000-2015. Þá ræddi hann um vef ÍSÍ og hvatti þingfulltrúa til að fara inn á „Allir sem einn“, sem er skráningarvefur fyrir sjálfboðaliða, þar er hægt að skrá alla sjálfboðaliða og vinnuframlag þeirra, t.d. hvað það telur í vinnustundum að halda Landsmót 50+. 
Halldór Gunnar Ólafsson hvatti þingfulltrúa til að hugsa um Húnavökuritið, ritnefndin sem þar situr er búin að vera þar mjög lengi og hann hefur áhyggjur af því að enginn muni taka við ritinu þegar ritnefndarmenn hætta störfum. 
Magnús Valur Ómarsson hvatti USAH til að útbúa gagngrunn sem innihéldi hvað það væri sem maður þarf að gera til þess að fara af stað með nýtt félag eða nýja íþrótt. 

14. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.
Þingforseti óskaði eftir leyfi til að fundargerð þingsins verði send formönnum ungmennafélaganna og var það samþykkt af öllum þingfulltrúum.
Þingforseti þakkaði fyrir góða fundarsetu og gott þing og gaf formanni USAH orðið.

15. Þingslit
Aðalbjörg formaður USAH þakkaði þingfulltrúum, gestum og starfsmönnum þingsins fyrir gott og málefnalegt þing og sagði 98. þingi USAH slitið kl. 14:12. 
Þingritarar:
Sigrún Líndal og Sigurveig Sigurðardóttir.