Ársþing USAH 2017

100. ársþing USAH

haldið 12. mars 2017, kl. 10:00 á Húnavöllum

Dagskrá:

1.         Þingsetfning.

2.         Kosning fyrsta þingforseta sem tekur þegar til starfa.

3.         Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar og tekur hún þegar til starfa.

4.         Kosning annars þingforseta og fyrsta og annars þingritara

5.         Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar

6.         Álit kjörbréfanefndar

7.         Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp til samþykktar.

8.         Ávörp gesta

9.         Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir. Nefndir taka til starfa.

10.       Hvatningarverðlaun USAH afhent. Lýst kjöri íþróttamanns USAH.

11.       Tillögur og nefndarálit tekin til afgreiðslu

12.       Önnur mál

13.       Kosningar  – álit kjörnefndar

a) Kosið í stjórn USAH- ritari og gjaldkeri kosinn til tveggja ára og fimm í varastjórn til eins árs.

b) Kosinn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára og varamaður hans.

c) Kosið í fastanefndir.

d) Kosinn fulltrúi á íþróttaþing ÍSÍ

e) Kosið í ritnefnd Húnavöku skv. 13. gr. laga USAH

14.       Fundargerð þingsins borinn upp til samþykktar.

15.       Þingslit

1., 2., 3. og 4. liður. Þingsetning, kosning fyrsta og annars þingforseta, fyrsta og annars þingritara

Formaður USAH, Rúnar Aðalbjörn Pétursson, setti þingið, bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Hann lagði til að Ingibergur Guðmundsson yrði fyrsti þingforseti, var það samþykkt og tók hann þegar til starfa.

Þingforseti bar upp tillögu um að Guðrún Sigurjónsdóttir, Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Pétur Pétursson tækju sæti í kjörbréfanefnd, Guðrún Sigurjónsdóttir yrði annar þingforseti, Sigrún Líndal fyrsti þingritari og Lee Ann Maginnis annar þingritari. Var það samþykkt tóku þau þegar til starfa.

5.  Skýrsla stjórnar og reikningar

Formaður USAH fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga fyrir árið 2016 og útskýrði. Í árslok var eigið fé og skuldir sambandsins 10.705.764 krónur. Sjá nánar í prentuðum ársreikningi félagsins.

6. Álit kjörbréfanefndar

Guðrún Sigurjónsdóttir fór yfir fjölda þingfulltrúa. Mæting var frá öllum félögum nema einu.

Félag

Fjöldi félaga

Þingfulltrúar

Þingfulltrúar mættir

Umf. Hvöt

303

6

6

Umf. Fram

344

6

6

Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps

83

3

3

Umf. Geislar

162

4

4

Hestamannafélagið Neisti

176

5

5

Golfklúbburinn Ós

34

2

2

Skotfélagið Markviss

83

3

3

Golfklúbbur Skagastrandar

27

2

2

Hestamannafélagið Snarfari

51

2

1

MX klúbburinn

44

2

0

Júdófélagið Pardus

148

4

4

Þingfulltrúar:

Umf. Hvöt: Hilmar Þór Hilmarsson, Auðunn Sigurðsson, Berglind Björnsdóttir, Lee Ann Maginnis, Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Ingibjörg Signý Aadnegard.

Umf. Fram: Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, Sigríður Þórunn Gestsdóttir, Guðmundur Egill Erlendsson, Kolbrún Ósk Eðvarðsdóttir, Ása Ósk Ásgeirsdóttir og Sigrún Líndal.

Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps: Rúnar Aðalbjörn Pétursson, Pétur Pétursson og Sigríður Þorleifsdóttir.

Umf. Geislar: Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigmar Guðni Valberg, Steinunn Hulda Magnúsdóttir og Ingvar Björnsson.

Skotfélagið Markviss: Guðmann Jónasson, Þorsteinn Hafþórsson og Brynjar Þór Guðmundsson.

Golfklúbburinn Ós: Jóhanna G Jónasdóttir og Valgeir M Valgeirsson.

Golfklúbbur Skagastrandar: Ingibergur Guðmundsson og Finnbogi Guðmundsson.

Hestamannafélagið Snarfari: Dagný H Þorbergsdóttir.

Hestamannafélagið Neisti: Sigurbjörg Jónsdóttir, Páll Marteinsson, Sonja Suska, Kristín Jósteinsdóttir og Berglind Bjarnadóttir.

MX klúbburinn: enginn

Júdófélagið Pardus: Þeyr Guðmundsson, Maria Johanna van Dijk, Magnús Valur Ómarsson og Vilhjálmur Karl Stefánsson.

7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Engar umræður urðu um skýrslu stjórnar og ársreikning 2016. Ársreikningar USAH fyrir árið 2016 voru síðan samþykktir samhljóða.

8. Ávörp gesta

Hrönn Jónsdóttir UMFÍ

Hrönn flutti góðar kveðjur frá stjórn og starfsfólki UMFÍ. Nýtt kerfi, Felix 2, skila þarf starfsskýrslum þar inn núna. Felix 2 skilar góðum gagnagrunnsupplýsingum og erum við öfunduð af þessum upplýsingum af öðrum löndum. Hún lýsti yfir ánægju með stefnumótunarvinnu USAH og mikilvægi þess að skerpa á stefnu og markmiðum sambandsins.

UMFÍ vill þjónusta félögin betur og er þjónustustofnun. Skjalavistunarkerfi hefur verið keypt sem mun nýtast okkur. Ef það er eitthvað sem starfsfólk UMFÍ getur aðstoðað aðildarfélög með til að sinna öflugra starfi eru allar ábendingar vel þegnar. Að lokum árnaði Hrönn USAH velfarnaðar.

Þórey Edda Elísdóttir ÍSÍ

Þórey Edda flutti kveðju frá forseta, framkvæmdastjóra og starfsfólki ÍSÍ. Hún sagði það ánægjulegt að fá að heimsækja þingið í annað sinn. Þórey Edda þakkaði fyrir skýrslu stjórnar og ársreikningurinn lítur vel út. Íþróttahreyfingin stendur og fellur með sjálfboðaliðum. Nýtt skráningarkerfi ÍSÍ er komið til notkunar. Kennsla og innleiðing er í gangi. Nýlega var 97 milljónum úthlutað úr ferðasjóði og búið er að úthluta 10 sinnum styrkjum út um allt land. Íþróttaslysasjóður, krakkar geta sótt um í þennan sjóð ef þeir verða fyrir meiðslum. Fá greitt upp í 80 % úr sjóðnum.

Heimasíða ÍSÍ. Þar eru miklar upplýsingar. Ýmislegt efni er inni á vef ÍSÍ og Þórey Edda hvetur okkur til að skoða það, t.d. viðbrögð vegna áfalla. Viðbragðáætlunin er rit fyrir okkur til að kíkja í, hún er hugsuð sem grunnur að viðbragðsáætlunum íþróttafélaga. Þá ræddi hún stefnumörkun um íþróttir barna, þjálfarabækling, fyrirmyndafélag ÍSÍ og nýjan bækling um átröskun og íþróttir. Nýtt verkefni, Sýnum karakter, er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ, þetta er nýr vinkill og kærkominn.

Mikil vinna er í málaflokknum um afrekssjóð, framlag ríkisins hækkar í áföngum úr 100 milljónum í 400 milljónir sem er gjörbreyting á starfi afreksjóðsins. Verður það mál mikið rætt í þingi ÍSÍ í byrjun maí. Hjólað í vinnuna 3.-27. maí, Kvennahlaupið 27. júní og Smáþjóðaleikar í San Marino en stór hópur fer þangað.

Þórey Edda óskaði þess að félögin vaxi og dafni og hvetur félagsmenn til þess að leita til skrifstofu ÍSÍ sem er alltaf opin.

9. Skipun þingnefnda, tillögur lagðar fyrir nefndir

Formaður USAH las upp hverjir væru í hvaða nefnd og hvar hver nefnd ætti að starfa.

Fyrir þinginu lágu alls sjö tillögur og gerði formaður USAH grein fyrir sex þeirra er komu frá stjórn USAH en Ingibergur Guðmundsson gerði grein fyrir tillögu sex sem hann flutti.

Tillaga 1

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir að Minningarmót Þorleifs Arasonar verði haldið samhliða Héraðsmóti USAH. Kastgreinar á Héraðsmóti munu því jafnframt vera keppnisgreinar á Minningarmóti Þorleifs Arasonar.

Greinargerð: Minningarmót Þorleifs Arasonar hefur verið haldið til margra ára en núna seinni ár hefur þátttaka á mótinu farið minnkandi og oft á tíðum hafa keppendur einungis verði 2-3 í hverri grein. Þessi breyting er því tilraun til þess að gera mótið stærra og halda áfram að veita verðlaun til minningar um Þorleif Arason.

Tillaga 2

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir eftirfarandi dagsetningar móta sumarið 2017:

  • Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum verði haldið 18.-19. júlí á Blönduósvelli.
  • Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verði haldið 12. júlí á Blönduósvelli og mun Umf. Geislar sjá um framkvæmd mótsins.
  • Héraðsmót USAH í sundi verði haldið 24. maí á Blönduósi.

Tillaga 3 

 

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir að fyrirkomulag á dreifingu og sölu Húnavökuritsins 2017 verði með sama sniði og á árinu 2016.

Greinargerð: Árið 2016 var farið í kynningarátak á Húnavökuritinu þar sem ritinu var dreift inn á öll heimili í Austur-Húnavatnssýslu og valgreiðslukrafa stofnuð í heimabanka hjá einum heimilismanni. Þetta var gert til þess að reyna að stækka lesendahóp ritsins. Kynningarátakið gekk vel og jókst salan á ritinu umtalsvert. Nú í ár stendur til að auka enn við efni í ritinu sem höfðar til yngri lesenda og því er vert að halda þessu kynningarátaki áfram a.m.k. í eitt ár til viðbótar. Meðfylgjandi er gróf áætlun varðandi prentun og sölu á ritinu árið 2017.

Tekjur

  

Styrkir

 

900.000 ISK

Bóksala

 

1.200.000 ISK

Styrkur frá SSNV

 

400.000 ISK

   

Samtals:

 

2.500.000 ISK

   

Gjöld

  

Prentun og umbrot

 

2.050.000 ISK

Ferðakostnaður og dagpeningar

 

190.000 ISK

Innheimtukostnaður

 

85.000 ISK

   

Samtals

 

2.325.000 ISK

   
   

Hagnaður

 

175.000 ISK

Tillaga 4

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir eftirfarandi breytingar á 2. grein reglugerðar um val á íþróttamanni ársins:

Í dag hljóðar greinin svo:

2. grein
Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í Austur-Húnavatnssýslu eða stunda æfingar og keppi undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.

Lagt er til að greininni verði breytt og að hún muni hljóða svona:

2. grein

Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem stunda æfingar og keppi undir merkjum USAH eða aðildarfélaga. Jafnframt eiga þeir rétt til tilnefningar sem nú keppa undir merkjum annara félaga að því gefnu að þeir hafi áður stundað æfingar og keppt undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.

Greinargerð: Eins og reglugerðin er í dag getur sá verið gjaldgengur í kjöri á íþróttamanni ársins sem einungis á lögheimili í Austur-Húnavatnssýslu jafnvel þó viðkomandi hafi aldrei tekið þátt í starfi USAH eða aðildarfélaga. Það er því mat stjórnar USAH að sú breyting sem lögð er til á 2. grein reglugerðarinnar sé af hinu góða og verði til þess að tryggja að verið sé að verðlauna einstaklinga sem hafa tenginu við sambandið og aðildarfélög þess.

 

 Tillaga 5

 

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir meðfylgjandi stefnumótun USAH (sjá fylgiskjal).

Tillaga 6

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum 12. mars 2017, samþykkir að ritnefnd Húnavökuritsins skipi ritstjóri og sex nefndarmenn, í stað fimm nefndarmanna eins og tiltekið er í 13. gr laga USAH.

Greinargerð: Efnisöflun og undirbúningur efnis til útgáfu í Húnavökuritinu krefst mikillar vinnu. Með fjölgun nefndarmanna dreifast verkefnin betur og fleiri tækifæri gefast til nýjunga í ritinu. Samkvæmt 13. grein laga USAH skal ritnefnd skipuð 5 manns, auk ritstjóra. Að þessu sinni gafst ekki tími til að leggja til breytingu á þessu lagaákvæði en það þarf að gera minnst 30 dögum fyrir þing. Því er þessi tillaga lögð hér fram til bráðabirgða. Formleg tillaga mun verða send í tíma fyrir næsta ársþing. Fjölgun nefndarmanna leiðir ekki af sér beinan kostnað fyrir útgáfu ritsins.

Tillaga 7

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017:

Áætlun 2017                                                                   Ársreikningur 2016

Liðir

Tekjur

Gjöld

Tekjur

Gjöld

Lottó

4.300.000

3.010.000

1.147.305

2.699.590

Aðrar tekjur

50.000

 

362.628

 

Getraunir

100.000

   

ÍSÍ-útbreiðslustyrkur

150.000

   

Frjálsar

450.000

250.000

217.070

 

Húnavökurit

2.500.000

2.325.000

2.057.184

2.171.363

Landsmót 50+

   

849.999

Landsmót

 

300.000

670.000

 

Framlög og styrkir

1.950.000

100.000

670.000

 

Yfirstjórn

 

1.977.500

 

3.074.482

Námskeið

 

150.000

 

477.315

Ný heimasíða

 

140.000

  

Líkamsrækt 50+

 

350.000

 

300.000

Birgðabreyting

 

300.000

  

Samtals

9.500.000

8.902.500

7.899.133

9.387.671

Mismunur

597.500

 

-1.488.538

 

Vaxtatekjur

120.000

 

129.443

 

Vaxtagjöld og bankakostnaður

-25.000

 

-104.515

 

Hagnaður

692.500

 

-1.463.610

 

Viðar Guðmundsson, starfsmaður ÍSÍ, kvaddi sér hljóðs og benti á að öllum væri frjálst að taka þátt í starfi við tillögurnar. Einnig að þeir sem væru ekki settir í nefndir mættu velja sér nefnd og taka þátt í umræðum þar.

Að því loknu hófust nefndarstörf en að þeim loknum var dagskrá haldið áfram.

10. Hvatningarverðlaun USAH afhent. Lýst kjöri íþróttamanns USAH

Hvatningarverðlaun USAH árið 2016

Hvatningarverðlaun USAH árið 2016 fær Knattspyrnudeild Hvatar fyrir öflugt íþróttastarf.  Formaður USAH afhenti Auðunni St. Sigurðssyni farandbikar ásamt blómum.

Íþróttamaður ársins 2016. Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir:

Júdófélagið Pardus: Viktor Már Heiðarsson,

Knattspyrnudeild Hvatar: Hrafnhildur Björnsdóttir

Skotfélagið Markviss: Snjólaug M. Jónsdóttir og Guðmann Jónasson

Hestamannafélagið Neisti: Finnur Bessi Svavarsson

UMF. Hvöt: Arnar Freyr Arnarsson

UMF. Fram: Stefán Velemir

Íþróttamaður ársins 2016

Stefán Velemir var kjörinn íþróttamaður USAH árið 2016.

11. Tillögur og nefndarálit tekin til umræðu

Íþróttanefnd:  Sigmar Guðni Valberg kynnti fyrir hönd nefnarinnar:

Tillaga 1

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir að Minningarmót Þorleifs Arasonar verði haldið samhliða Héraðsmóti USAH. Kastgreinar á Héraðsmóti munu því jafnframt vera keppnisgreinar á Minningarmóti Þorleifs Arasonar.

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga 2

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir eftirfarandi dagsetningar móta sumarið 2017:

  • Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum verði haldið 18.-19. júlí á Blönduósvelli.
  • Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verði haldið 12. júlí á Blönduósvelli og mun Umf. Geislar sjá um framkvæmd mótsins.
  • Héraðsmót USAH í sundi verði haldið 24. maí, á Blönduósi.

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Allsherjarnefnd:  Sigríður Gestsdóttir kynnti fyrir hönd nefndarinnar:

Tillaga 3 

 

100. ársþing USAH haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017 samþykkir að fyrirkomulag á dreifingu og sölu Húnavökuritsins 2017 verði með sama sniði og á árinu 2016.

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Tillaga 4

 

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir eftirfarandi breytingar á 2. grein reglugerðar um val á íþróttamanni ársins:

Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem stunda æfingar og keppi undir merkjum USAH eða aðildarfélaga. Jafnframt eiga þeir rétt til tilnefningar sem nú keppa undir merkjum annara félaga að því gefnu að þeir hafi áður stundað æfingar og keppt undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.

Lagt er til  að stjórn USAH endurskoði reglugerð um val í íþróttamanni ársins.

Greinargerð: Miklar umræður og skoðanaskipti voru í allsherjarnefnd um val á íþróttamanni ársins. Lagt er til við stjórn USAH að reglur um val á íþróttamanni ársins verði endurskoðarar í ljósi þess að flestir iðkendur á svæðinu eru yngri en 16 ára. Fremur verði horft til þess að veita efnilegum iðkendum hvatningarverðlaun.

Vilhjálmur Stefánsson tók til máls, finnst nefndin skauta framhjá því að taka ákvörðun. Hann vill fara með þetta aftur fyrir nefndina og taka þar ákvörðun. Annars förum við aftur að kjósa um þetta á næsta ári.

Sigríður Gestsdóttir tók til máls, það hefði ekki verið hægt að ná samstöðu innan nefndarinnar um breytingar. Gott væri að tala um tillöguna og að hún verði þá skýr og tekin fyrir á næsta þingi.

Þorsteinn Hafþórsson tók til máls og er sammála Vilhjálmi varðandi tillögunni að breyta tilnefningu á íþróttamanni ársins.

Auðunn Sigurðsson beinir þeim orðum til stjórnar að þetta sé endurskoðað aftur á næsta ári. Hann er sammála Vilhjálmi varðandi tímamörk um hvenær íþróttamenn teljast búsettir á svæðinu. Er á þeirri skoðun að ekki eigi að verðlauna börn yngri en 16 ára sem íþróttamaður ársins.

Pétur Pétursson er sammála Auðunni með aldursmörkin, það sé sérstakt að verðlauna börn sem íþróttamann ársins sem eiga eftir að taka út þroska. Við eigum ekki að vera að togast á um þetta, þetta er viðkvæmt innan USAH og við þurfum að vanda okkur við þetta og gefa þessu lengri tíma.

Vilhjálmur Stefánsson, þetta var tekið fyrir á formannafundi svo allir vissu af þessu. Fólk hefur ekki haft hugmyndaflug á því að velja íþróttamann ársins sem eru löngu farnir, Júdófélagið Pardus og ungmennafélögin standa fyrir utan þetta því þar eru börn undir 16 ára að æfa. Hann lagði fram eftirfarandi tillögu.

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir að fresta kosningu á íþróttamanni ársins í þrjú ár og sjá svo til eftir það.

Tillagan borin upp undir atkvæði og felld með meirihluta

Þá lagði Vilhjálmur fram eftirfarandi breytingartillögu:

100. ársþing USAH samþykkir eftirfarandi breytingu á 2. gr. varðandi val á íþróttamanni ársins:

Rétt til tilnefningar eiga þeir sem eru 16 ára á árinu og eldri og keppa á yfirstandandi eða nýloknu keppnistímabili fyrir USAH eða félaga innan USAH.

Tillagan borin upp undir atkvæði og er samþykkt með meirihluta atkvæða.

Tillaga 5

 

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017, samþykkir meðfylgjandi stefnumótun USAH (sjá fylgiskjal). Lögð er áhersla á að stefnumótunin verði í sífelldri endurskoðun.

Berglind Björnsdóttir tók til máls og sagði að ekki væri nóg að segja að stefnumótunin yrði í sífelldri endurskoðun heldur yrði það að vera skýrar. Hún leggur fram eftirfarandi breytingartillögu.

100. ársþing USAH haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017 samþykkir meðfylgjandi stefnumótun USAH (sjá fylgiskjal). Stefnumótunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti.

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt.

Tillaga 6

100. ársþing USAH, haldið á Húnavöllum 12. mars 2017, samþykkir að ritnefnd Húnavökuritsins skipi ritstjóri og sex nefndarmenn, í stað fimm nefndarmanna eins og tiltekið er í 13. gr laga USAH.

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fjárhagsnefnd: 

nnn talarlll

Tillaga 7

100. ársþing USAH haldið á Húnavöllum þann 12. mars 2017 samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017:

Áætlun 2017                                                                   Ársreikningur 2016

Liðir

Tekjur

Gjöld

Tekjur

Gjöld

Lottó

4.300.000

3.010.000

1.147.305

2.699.590

Aðrar tekjur

50.000

 

362.628

 

Getraunir

100.000

   

ÍSÍ-útbreiðslustyrkur

150.000

   

Frjálsar

450.000

250.000

217.070

 

Húnavökurit

2.500.000

2.325.000

2.057.184

2.171.363

Landsmót 50+

   

849.999

Landsmót

 

300.000

670.000

 

Framlög og styrkir

1.950.000

100.000

670.000

 

Yfirstjórn

 

1.977.500

 

3.074.482

Námskeið

 

150.000

 

477.315

Ný heimasíða

 

140.000

  

Líkamsrækt 50+

 

350.000

 

300.000

Birgðabreyting

 

300.000

  

Samtals

9.500.000

8.902.500

7.899.133

9.387.671

Mismunur

597.500

 

-1.488.538

 

Vaxtatekjur

120.000

 

129.443

 

Vaxtagjöld og bankakostnaður

-25.000

 

-104.515

 

Hagnaður

692.500

 

-1.463.610

 

Tillagan borin upp undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

13. önnur mál:

Viðar Sigurðsson ÍSÍ þakkar fyrir að fá að sitja þingið, búið að vera gott þing. Tekur undir orð þingforseta með að gott er þegar fólk skiptist á skoðunum. Hann hrósaði allsherjarnefnd fyrri hreinskilin skoðanaskipti í nefndinni en nefndin komst samt að niðurstöðu. Þegar mál eru send aftur til stjórnar er verið að fresta ákvarðanatöku en það er þó oft gott að fá stjórn til að velta þessu fyrir sér. Mikilvægt er að nota þing til að taka ákvarðanir. Viðar sagðist alltaf boðinn og búinn að koma í heimsókn og aðstoða ef þörf kræfi. Ýmis verk eru framundan og ný stefnumótun sem var samþykkt. Stefnumótunin á að vera lifandi plagg og alltaf í vinnslu.. Þá sagði hann skrifstofu ÍSÍ á Akureyri alltaf opna félagsmönnum. Þegar við störfum þannig að við viljum gera betur í dag en í gær þá fæst meiri árangur. Að lokum óskar hann USAH velfarnaðar á sviði íþrótta og annarra.

Steinunn Hulda Magnúsdóttir, USAH er að opna nýja heimasíðu og heldur úti facebooksíðu og við viljum sjá hvað þið eruð að gera. Endilega að vera virk að senda upplýsingar um það sem er að gerast hjá ykkur svo við getum sett þetta inn á heimasíðu USAH og facebook síðuna.

Auðunn Sigurðsson þakkar fyrir hvatningarbikarinn, auðvitað er það allt félagið sem fær hann. Það er ekki hrist fram úr erminni að halda mót eins og Smábæjarleikana, gríðarleg vinna á bak við þetta, sjálfboðaliðar og fyrirtæki. Innan Hvatar er ekki bara knattspyrna, líka sund, almenningsíþróttir og frjálsíþróttir. Á héraðsmóti í frjálsum, 15 ára og yngri, daginn áður voru keppendur og fullt af foreldrum sem voru að aðstoða sem er ánægjulegt að sjá. Mikilvægt að hrósa og tiltók Auðunn hrós til þeirra sem skipulögðu frjálsíþróttamótið.

13. Kosningar – álit kjörnefndar:

Auðunn Sigurðsson kynnti tillögur uppstillingarnefndar:

Stjórn USAH:

Guðmundur Egill Erlendsson (Fram), gjaldkeri til tveggja ára.

Katrín Hallgrímsdóttir (Hvöt), ritari til tveggja ára.

 

Rúnar Pétursson (UMFB), formaður, er á seinna ári.

Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Geislum), varaformaður er á seinna ári.

Guðrún Sigurjónsdóttir (Geislum), meðstjórnandi er á seinna ári.

 

Tillagan samþykkt með lófataki.

Varamenn í stjórn til eins árs:

Rúnar Örn Guðmundsson (Neista)

Sigríður Þorleifsdóttir (UMFB)

Baldur Magnússon (Fram))

Bergþór Pálsson (Pardus)

Guðmann Jónasson (Markviss)

 

Tillagan samþykkt með lófataki.

Skoðunarmenn reikninga:

Halldór G. Ólafsson (Fram) kosinn til tveggja ára

Auðunn Steinn Sigurðsson (Hvöt) er á seinna ári.

 

Varamenn

Jóhanna Magnúsdóttir (UMFB) kosin til tveggja ára

Selma Svavarsdóttir (Neista) er á seinna ári

Tillagan samþykkt með lófataki.

Íþróttanefnd:

Rúnar Pétursson (UMFB) kallar saman nefndina

Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Geislum)

Sigrún Líndal (Fram)

 

Varamaður

Guðrún Sigurjónsdóttir (Geislum)

Tillagan samþykkt með lófataki.

Landsmótsnefnd:

Sigrún Líndal (Fram) kallar nefnd saman

Rúnar Aðalbjörg (UMFB)

Valur Magnússon (Geislum)

Þóra Sverrisdóttir (Geislum)

 

Varamaður

Snjólaug M. Jónsdóttir (Markviss)

Tillagan samþykkt með lófataki.

Ritnefnd Húnavökuritsins:

Ingibergur Guðmundsson, ritstjóri

Jóhann Guðmundsson

Páll Ingþór Kristinsson

G. Unnar Agnarsson

Magnús B. Jónsson

Jóhanna Halldórsdóttir

Þórhalla Guðbjartsdóttir

 

Tillagan samþykkt með lófataki.

Fulltrúi kosinn á þing ÍSÍ

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, formaður

14. Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.

Þingforseti óskaði eftir leyfi til þess að fundargerð þingsins verði send formönnum aðildarfélaganna til samþykktar og var það samþykkt af öllum þingfulltrúum.

Þingforseti þakkar fyrir gott og starfsamt þing á 100. ársþingi, þakkaði góðar veitingar og gaf formanni USAH orðið.

15. Þingslit

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, formaður USAH, þakkaði þingfulltrúum, gestum og starfsmönnum þingsins fyrir gott og starfsamt þing og óskar þeim góðrar heimferðar. að því loknu sagði hann 100. þingi USAH slitið kl. 13:49.

Þingritarar:

Sigrún Líndal og Lee Ann Maginnis.