Stjórnarfundur
16. maí 2017

Fundur í stjórn USAH, haldinn á skrifstofu sambandsins þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00

 

Mætt voru Rúnar Pétursson, Guðrún Sigurjónsdóttir og Guðmundur Erlendsson. Katrín Hallgrímsdóttir og Steinunn Magnúsdóttir boðuðu forföll.

Rúnar formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

Dagskrá

  1. Skýrsla formanns
  2. Húnavökuritið
  3. Önnur mál
    1. Formaður fór yfir það sem hefur verið í gangi í starfi sambandsins frá síðasta stjórnarfundi. Formaður sat íþróttaþing ÍSÍ í Reykjavík dagana 5. og 6. maí og greindi frá því helsta sem þar fór fram. 
      1. USAH sá um kaffiveitingar á 1. Maí hátíðarhöldum á Blönduósi og tókst það verkefni vel. Stjórn vill þakka aðildarfélögum USAH fyrir dugnað og vinnusemi í þessu verkefni.
    2. Formaður fór yfir það hver staðan væri á útgáfu Húnavökuritsins. Undanfarnar vikur hefur auglýsingum í ritið verið safnað og hefur það gengið vel. Ritið er farið prentun og er stefnt að því að dreifingu á ritinu verði lokið í maí. Samþykkt var að dreifingin yrði með sama fyrirkomulagi og í fyrra.
    3. Stefnt er að því að halda formannafund með aðildarfélögum þegar Húnavökuritið er komið út, þar sem að dreifing ritsins verður kynnt og bókum deilt út á félögin. Formaður boðar þann fund.
      1. Ýmislegt annað rætt undir þessum lið.