Húnavökuritið

Húnavökuritið hefur verið gefið út sleitulaust frá árinu 1961.

Húnavakan eins og ritið er kallað er hafsjór af upplýsingum um líf og störf Austur Húnvetninga. Margir þjóðkunnir einstaklingar hafa skrifað sögur, vísur eða frásagnir í Húnavökuna. Húnavakan er full af lifandi frásögnum, sögum, kveðskap og myndum.

Fá dæmi eru til um samtímarit sem gefin eru út á Íslandi sem er svo vandað eins og Húnavakan er.

Ungmennasamband Austur Húnvetninga hefur verið útgefandi af Húnavökuritinu frá upphafi og á flest alla árganga til á lager fyrir þá sem hafa áhuga á því að kaupa ritið.

Einnig er hægt að gerast áskrifandi af Húnavökunni. Húnavakan kemur út á vordögum ár hvert og er óhætt að segja að hinn tryggi lesendahópur ritsins bíði ávalt spenntur eftir útgáfu degi ritsins. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á því að gerast áskrifandi eða fá upplýsingar um Húnavökuna endilega hafðu samband við skrifstofu USAH á netfangið usah540@simnet.is

Undanfarin ár hefur útgáfa Húnavökuritsins verið styrkt af Uppbyggingasjóði SSNV