Landsmót 50+

 

5. Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið á Blönduósi en þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið. Mótið er skemmtileg viðbót í „landsmótsflóru“ UMFÍ en eins og nafnið bendir til þá er mótið fyrir þá sem er 50 ára og eldri. Eins og önnur landsmót þá er það íþróttakeppnin sem skipar stærstan sess á mótinu en síðan eru það fjölmargir viðburðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman og skemmti sér á mótinu.

Öll keppnisdagskráin fer fram á Blönduósi.

Mótið hefst föstudaginn 26.júní og því líkur á sunnudaginn 28. júní.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér:
http://umfi.is/category/landsmot/landsmot-50