Landsmót

 

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí 2013


27. Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi 4.-7. Júlí 2013

Mótshaldari var HSK en sama nefnd stóð vaktina og sá um Unglingalandsmótið á Selfossi árið áður. Það má því með sanni segja að vant fólk hafi verið í brúnni. Undirbúningurinn gekk einnig vel og samkvæmt áætlunum nefndarinnar. Hins vegar fór mikill tími í fjármögnun mótsins og því dæmi var lokað fullseint. Engu að síður náðust þau markmið sem við settum okkur í upphafi og fjárhagslegur þáttur mótsins var tryggður nokkru fyrir mót. Keppnisgreinar á mótinu voru alls 25 talsins. Það var góður hópur sérgreinastjóra sem hélt utan um keppnina og gerði sitt besta til að láta alla hluti ganga upp. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig þrátt fyrir erfiðar aðstæður á nokkrum mótsstöðum sökum veðurs sem setti því miður stóran svip á mótið.

Mótssetningin var flutt inn sökum veðurs en aðrir liðir voru samkvæmt áætlun. Afar lítil nýting var á tjaldsvæðinu og má rekja það til veðursins. Skráðir þátttakendur voru 845 en auk þess voru skráð 32 keppnislið þannig að heildarfjöldi keppenda var 1.070.

 

http://umfi.is/category/landsmotumfi