Skemmtilegir viðburðir

 

ÍÞRÓTTAVEISLA

Íþróttaveisla er samheiti yfir styttri íþróttaviðburði á vegum UMFÍ.

 

DRULLUHLAUP KRÓNUNNAR OG UMFÍ

Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ. Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

Upplýsingar má finna hérna

FORSETAHLAUP

Forsetahlaup UMFÍ er árlegur fjölskylduviðburður sem haldin er á mismunandi stöðum á landinu. Hver og einn velur sér hlaupalengd og hleypur á sínum forsendum. Engin tímataka er á viðburðinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur þátt og velur sér hlaupalengd.

Upplýsingar má finna hérna

 

UNGT FÓLK OG LÝÐRÆÐI?

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Styrktaraðili ráðstefnunnar er Erasmus+

Upplýsingar má finna hérna