unglingalandsmót

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst föstudaginn 31.júlí og því lýkur um miðnætti sunnudaginn 2. ágúst. Hugsanlega gætu þó einhverjar keppnisgreinar hafist á fimmtudag ( golfið ).

Á Akureyri er gríðarlega góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar þannig að ekkert mun skorta í þeim efnum.

Mótið verður með hefðbundnu sniði en vissulega mun staðsetningin setja sinn svip á mótið eins og á öðrum mótum.

Nánari upplýsingar er að finna hér:
http://www.umfi.is/category/unglingalandsmotumfi