Íþróttamaður USAH reglugerð

Reglugerð um íþróttamann ársins hjá USAH

 

1.grein 
Árlega skulu aðildarfélög USAH, hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Stjórn USAH getur einnig tilnefnt allt að 6 íþróttamenn til viðbótar og skal auglýst eftir ábendingum sem skulu berast stjórn fyrir 1.nóvember ár hvert. Greinargerð skal fylgja hverri tilnefningu. Þar skal koma fram nafn einstaklingsins og allur árangur skráður nákvæmt. Tilnefningum skal lokið fyrir 1. nóvember ár hvert og skulu þær kynntar aðildarfélögunum minnst viku fyrir kjör og skal vera lokið fyrir 15. desember ár hvert. Miðast skal við að afhending viðurkenninga fari fram við hátíðlega athöfn milli jóla og nýárs ár hvert, að öðrum kosti í síðasta lagi á ársþingi USAH.


  1. grein
    Rétt til tilnefningar eiga þeir sem verða 16 ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í Austur-Húnavatnssýslu eða stunda æfingar og keppi undir merkjum USAH eða aðildarfélaga.
  2. grein
    Til íþrótta teljast allar greinar íþrótta samkvæmt lögum ÍSÍ að meðtöldum starfsíþróttum þeim sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ
  3. grein
    Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn. Að auki fær íþróttamaður USAH peningastyrk.

5.grein
Stjórnarmenn USAH og stjórnarmenn aðildarfélaga USAH kjósa íþróttamann ársins. Hver þátttakandi kýs þrjá einstaklinga í 1. 2. og 3. sæti.
Útreikningur: 1. sæti gefur 4 stig, 2. sæti gefur 2 stig og 3. sæti gefur 1 stig. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum. Sitji félagsmaður í fleiri en einni stjórn hefur hann eingöngu eitt atkvæði. Komi til þess skal félagsmaður ákveða fyrir hvort félag hann kýs og skal þá kalla til varamann í hans stað fyrir það félag sem hann ekki kýs fyrir.

Samþykkt á 105. ársþingi 2023